Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu 23. mars 2012 10:00 Sjálfhverfur Facebook notandi. Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. Rannsóknin, sem birt var í ritinu Personality and Individual Differences, byggist á spurningalista sem lagður var fyrir 300 þátttakendur. Carpenter segir að fólk sem hafi mikla þörf fyrir að vera ánægt með sjálft sig svali þörfinni mjög gjarnan inni á Facebook. „Fólk með sjálfhverfar tilhneigingar nýtir Facebook til að fá viðbrögð vina sinna og verður þannig miðja athyglinnar," segir Carpenter. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að því fleiri vini sem fólk á á Facebook því líklegra sé það til að vera sjálfhverft. Carpenter bendir einnig á að þessi hópur notenda sýni aðallega tvenns konar merki sjálfhverfrar hegðunar. Annars vegar sé það sýniþörfin, sem á við um fólk sem elskar að vera í sviðsljósinu og hins vegar sé það fólk sem gengur langt í að öðlast þá virðingu og athygli sem það telur sig eiga skilið. „Það er einnig áhugavert að skoða hversu oft þessi hópur notar fyrstu persónufornöfn eins og ég, mig og mér," segir Carpenter. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gerð hefur verið rannsókn á sjálfhverfum Facebook-notendum. Rannsókn sem gerð var í York-háskóla í Kanada árið 2010 leiddi í ljós mismunandi hegðun karla og kvenna á Facebook. Kom í ljós að karlar hafa tilhneigingu til að auglýsa sig í „um mig" dálkinum en konur nota frekar áberandi myndir til að láta taka eftir sér. Ragna B. Garðarsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Fólk sem er sjálfhverft í raunheimi er alveg jafn líklegt til að vera sjálfhverft á vefnum," segir hún. Hún segist ekki vita til þess að svipaðar rannsóknir hafi verið gerðar við HÍ. „Það ætti kannski frekar að rannsaka það hvort Facebook auki í raun samskipti milli fólks, eða hvort fólk verði ef til vill meira einmana á að nota Facebook," segir Rakel B. Garðarsdóttir. - sþ Fréttir Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. Rannsóknin, sem birt var í ritinu Personality and Individual Differences, byggist á spurningalista sem lagður var fyrir 300 þátttakendur. Carpenter segir að fólk sem hafi mikla þörf fyrir að vera ánægt með sjálft sig svali þörfinni mjög gjarnan inni á Facebook. „Fólk með sjálfhverfar tilhneigingar nýtir Facebook til að fá viðbrögð vina sinna og verður þannig miðja athyglinnar," segir Carpenter. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að því fleiri vini sem fólk á á Facebook því líklegra sé það til að vera sjálfhverft. Carpenter bendir einnig á að þessi hópur notenda sýni aðallega tvenns konar merki sjálfhverfrar hegðunar. Annars vegar sé það sýniþörfin, sem á við um fólk sem elskar að vera í sviðsljósinu og hins vegar sé það fólk sem gengur langt í að öðlast þá virðingu og athygli sem það telur sig eiga skilið. „Það er einnig áhugavert að skoða hversu oft þessi hópur notar fyrstu persónufornöfn eins og ég, mig og mér," segir Carpenter. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gerð hefur verið rannsókn á sjálfhverfum Facebook-notendum. Rannsókn sem gerð var í York-háskóla í Kanada árið 2010 leiddi í ljós mismunandi hegðun karla og kvenna á Facebook. Kom í ljós að karlar hafa tilhneigingu til að auglýsa sig í „um mig" dálkinum en konur nota frekar áberandi myndir til að láta taka eftir sér. Ragna B. Garðarsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Fólk sem er sjálfhverft í raunheimi er alveg jafn líklegt til að vera sjálfhverft á vefnum," segir hún. Hún segist ekki vita til þess að svipaðar rannsóknir hafi verið gerðar við HÍ. „Það ætti kannski frekar að rannsaka það hvort Facebook auki í raun samskipti milli fólks, eða hvort fólk verði ef til vill meira einmana á að nota Facebook," segir Rakel B. Garðarsdóttir. - sþ
Fréttir Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira