Evran tíu ára 5. febrúar 2012 18:32 Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum. Þá hafði undirbúningur evrunnar staðið lengi, í raun allt frá því að Mastrict sáttmálinn var undirritaður 1992, en áratug síðar varð venjulegt fólk fyrst vart við áhrif sáttmálans. Tilgangurinn var sá að draga úr kostnaði við að þurfa stöðugt að skipta gjaldeyri og að skapa stöðugleika í gengi milli landa, og liðka þannig fyrir viðskiptum innan svæðisins. Mörg fyrirtæki sættu lagi og hækkuðu hjá sér verðið á meðan ruglings gætti hjá neytendum, sem þurftu að venja sig á að hætta að reikna í mörkum og frönkum og byrja að reikna í hinni nýfæddu Evru. En áhrif evrunnar náðu ekki aðeins inn í hið daglega líf, nei, hún olli djúpstæðum breytingum á hagkerfum landanna. Það kemur í hlut Evrópska seðlabankans í Frankfurt að standa vörð um trúverðugleika evrunnar og kaupmátt hennar, en aðalhlutverk bankans er, líkt og hér á landi, að halda verðbólgu niðri. Bankinn í Frankfurt er um margt svipaður þeim við Kalkofnsveg; hann starfar samkvæmt markmiði um að halda verðbólgu við tvö prósent og hefur sambærileg stýritæki. Helsti munurinn er líklegast sá að í Frankfurt velta menn peningamagninu meira fyrir sér, en sumir hagfræðingar vilja meina að útþensla í peningamagni sé yfirleitt frumorsök verðbólgu. Hvort sem það er ástæða velgengninnar eða ekki hefur bankanum nokkurnvegin tekist að standa við markmið sitt og verðbólga á evrusvæðinu er heilt yfir nokkuð nærri marki. Öfugt við þann íslenska. Þetta hefur skilað því að verðlag hefur hækkað um 23 prósent á síðustu tíu árum á evrusvæðinu, en hins vegar um mun meira, eða tæp 75 prósent hér á landi. En þótt peningastefnan hafi skilað verðstöðugleika eru blikur á lofti á evrusvæðinu, og ekki bara vegna skuldakreppu og titrings á fjármálamörkuðum. Þar er meira atvinnuleysi en á evrópusvæðinu í heild, og íbúar margra landa eru hræðilega illa staddir. Tökum til dæmis Spán eða Grikkland, þar sem einn af hverjum fimm er atvinnulaus. Þar er hið stöðuga gengi evrunnar farið að kæfa atvinnulífið, því það sem löndin þurfa á að halda er gengisfall til að rétta hagkerfið af. Slíkur sveigjanleiki er það helsta sem fræðimenn á borð við Paul Krugman hafa talið krónunni til tekna þrátt fyrir alla hennar galla, en vegna gengisfallsins er Ísland nú vel statt ríki þegar kemur að atvinnustigi ef miðað er við evruríkin með 6% atvinnuleysi. En hvort sem menn vilja halda í krónuna eða taka upp evru ættu allir að geta verið sammála um gamalkunnan hagfræðilegan sannleik; að hvaða smekk sem menn kunna að hafa fyrir hádegisverðinum er ljóst að hann er ekki ókeypis á hvorn veginn sem er. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum. Þá hafði undirbúningur evrunnar staðið lengi, í raun allt frá því að Mastrict sáttmálinn var undirritaður 1992, en áratug síðar varð venjulegt fólk fyrst vart við áhrif sáttmálans. Tilgangurinn var sá að draga úr kostnaði við að þurfa stöðugt að skipta gjaldeyri og að skapa stöðugleika í gengi milli landa, og liðka þannig fyrir viðskiptum innan svæðisins. Mörg fyrirtæki sættu lagi og hækkuðu hjá sér verðið á meðan ruglings gætti hjá neytendum, sem þurftu að venja sig á að hætta að reikna í mörkum og frönkum og byrja að reikna í hinni nýfæddu Evru. En áhrif evrunnar náðu ekki aðeins inn í hið daglega líf, nei, hún olli djúpstæðum breytingum á hagkerfum landanna. Það kemur í hlut Evrópska seðlabankans í Frankfurt að standa vörð um trúverðugleika evrunnar og kaupmátt hennar, en aðalhlutverk bankans er, líkt og hér á landi, að halda verðbólgu niðri. Bankinn í Frankfurt er um margt svipaður þeim við Kalkofnsveg; hann starfar samkvæmt markmiði um að halda verðbólgu við tvö prósent og hefur sambærileg stýritæki. Helsti munurinn er líklegast sá að í Frankfurt velta menn peningamagninu meira fyrir sér, en sumir hagfræðingar vilja meina að útþensla í peningamagni sé yfirleitt frumorsök verðbólgu. Hvort sem það er ástæða velgengninnar eða ekki hefur bankanum nokkurnvegin tekist að standa við markmið sitt og verðbólga á evrusvæðinu er heilt yfir nokkuð nærri marki. Öfugt við þann íslenska. Þetta hefur skilað því að verðlag hefur hækkað um 23 prósent á síðustu tíu árum á evrusvæðinu, en hins vegar um mun meira, eða tæp 75 prósent hér á landi. En þótt peningastefnan hafi skilað verðstöðugleika eru blikur á lofti á evrusvæðinu, og ekki bara vegna skuldakreppu og titrings á fjármálamörkuðum. Þar er meira atvinnuleysi en á evrópusvæðinu í heild, og íbúar margra landa eru hræðilega illa staddir. Tökum til dæmis Spán eða Grikkland, þar sem einn af hverjum fimm er atvinnulaus. Þar er hið stöðuga gengi evrunnar farið að kæfa atvinnulífið, því það sem löndin þurfa á að halda er gengisfall til að rétta hagkerfið af. Slíkur sveigjanleiki er það helsta sem fræðimenn á borð við Paul Krugman hafa talið krónunni til tekna þrátt fyrir alla hennar galla, en vegna gengisfallsins er Ísland nú vel statt ríki þegar kemur að atvinnustigi ef miðað er við evruríkin með 6% atvinnuleysi. En hvort sem menn vilja halda í krónuna eða taka upp evru ættu allir að geta verið sammála um gamalkunnan hagfræðilegan sannleik; að hvaða smekk sem menn kunna að hafa fyrir hádegisverðinum er ljóst að hann er ekki ókeypis á hvorn veginn sem er.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira