Lífið

Bretar heilluðust af hundakúnstum Pudsey

Ashleigh Butler og Pudsey báru sigur úr býtum í Britain´s Got Talent á bresku sjónvarpsstöðinni ITV.  Fréttablaðið/AP
Ashleigh Butler og Pudsey báru sigur úr býtum í Britain´s Got Talent á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Fréttablaðið/AP
Tvíeykið Ashleigh og Pudsey vann hæfileikakeppnina Britain"s Got Talent og fékk í sigurlaun eitt hundrað milljónir króna. Tvíeykið Ashleigh og Pudsey bar sigur úr býtum í hæfileikakeppninni Britain"s Got Talent og tryggði sér þar með hálfa milljón punda í sigurlaun, eða um hundrað milljónir íslenskra króna. Hin sautján ára Ashleigh Butler þjálfaði hundinn sinn Pudsey til að stökkva og dansa með henni í úrslitaþættinum í atriði við tónlistina úr Mission Impossible-myndunum.

Dómarinn Simon Cowell sagði að tvíeykið, sem er frá Northamptonskíri, væri eitt af uppáhaldsatriðum hans frá upphafi þáttanna. Samkvæmt upplýsingum sjónvarpsstöðvarinnar ITV sem sýndi þættina sáu 14,5 milljónir manna úrslitaþáttinn.

Þegar kynnarnir Ant og Dec tilkynntu sigurvegarana táraðist Butler. „Mig langar að þakka öllum sem kusu mig. Ég er virkilega stolt af Pudsley.“ Hún bætti því við að hundurinn hefði hagað sér eins og díva undanfarnar vikur, þar á meðal heimtað steikur í kvöldmatinn, samkvæmt frétt BBC.

Annað tvíeyki, óperudúóið Jonathan og Charlotte, lenti í öðru sæti en margir höfðu spáð þeim sigri. Þau sungu lagið The Prayer í úrslitaþættinum og tókst þeim vel upp. „Við lentum í öðru sæti af sjötíu þúsund manns. Það er ótrúlegt og þetta hefur verið svakalega gaman,“ sagði Charlotte.

Í þriðja sæti lenti Only Boys Aloud, sem er kór skipaður 133 strákum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.