"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 13. desember 2012 19:08 Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira