Fótbolti

Pistorius hafði betur í kappahlaupi við hestinn Maserati

Oscar Pistorius hafði betur í kapphlaupi við hestinn Masterati.
Oscar Pistorius hafði betur í kapphlaupi við hestinn Masterati. AFP
Oscar Pistorius frjálsíþróttamaður frá Suður-Afríku hefur vakið gríðarlega athygli fyrir árangur sinn á undanförnum misserum. Pistorius tók þátt á ÓL í London og einnig á ólympíumóti fatlaðra á þessu ári en hann keppti nýverið í kapphlaupi við veðhlaupahest sem ber nafnið Maserati en keppt var í Doha. Og hinn 25 ára gamli Pistorius, sem oft er kallaður „Blade Runner" sigraði í þessari óvenjulegu keppni.

Pistorius notast við gervifætur frá íslenska fyrirtækinu Össur, en hann fékk um 15 metra forskot á Maserati í þessari keppni, þar sem hann hafði betur.

Hlaupið var hluti af kynningarátakinu Definitely Able þar sem vakin er athygli á þeim árangri sem fatlaðir hafa náð í íþróttum.

Pistorius komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi á ÓL í London og hann komst í úrslit í 4x400 metra boðhlaupi áströlsku sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×