Innlent

Toppslagur í Stykkishólmi – spilað um montréttinn í Reykjanesbæ

Jón Ólafur Jónsson og félagar hans í Snæellsliðinu taka á móti Þór úr Þorlákshöfn í kvöld.
Jón Ólafur Jónsson og félagar hans í Snæellsliðinu taka á móti Þór úr Þorlákshöfn í kvöld. Stefán
Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í kvöld í körfuknattleik og er þetta síðasta umferðin fyrir jólafrí. Keppni hefst á ný 4. janúar. Þrjú lið eru efst og jöfn með 14 stig að loknum 9 leikjum, Þór Þ., Grindavík og Snæfell hafa öll unnið sjö leiki og tapað tveimur.

Þórsarar úr Þorlákshöfn sækja Snæfell heim í kvöld og einnig er áhugaverður grannaslagur á dagskrá þar sem að Keflavík tekur á móti Njarðvík. Aðeins munar fjórum stigum á þessum þremur liðum og Keflavík og KR sem eru í fimmta og sjötta sæti.

Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19.15. Í sviganum er staðan liðs í deild:

KFÍ (11.) - Stjarnan (4.)

Fjölnir (7.) – Grindavík (2.)

Tindastóll (12.) – Keflavík (6.)

Snæfell (3.) - Þór Þ. (1.)

Keflavík (5.) – Njarðvík (10.)

Skallagrímur (8.)- KR (6.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×