Varnarsigur í Doha Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar