Mannréttindi í þrengingum Margrét Steinarsdóttir skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar