Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2012 19:30 Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í hópi ráðherra og olíuforstjóra. Hægra megin við hana standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs. Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar. Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar.
Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17
Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02
Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30