Skytturnar með nýtt rapp 29. júní 2012 08:00 Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira