Helle ræddi um makrílveiðar við Jóhönnu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2012 19:30 Helle Torning-Schmidt skemmti sér vel á Alþingi í dag, ólíkt flestum þeim sem þar vinna þessa dagana. MYND /Anton Brink Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira