Aukinn áhugi á Surface eftir sigur Apple 27. ágúst 2012 10:26 Talið er að niðurstaðan í dómsmáli Apple gegn suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung muni greiða veginn fyrir Microsoft. Tæknirisinn hefur brátt inngöngu sína inn á spjaldtölvumarkaðinn. Microsoft kynnti fyrstu spjaldtölvu sína, Surface, í júlí og fer hún í beina samkeppni við iPad spjaldtölvu Apple og Samsung. Surface er knúinn af nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu, Windows 8. Microsoft leitar á ný mið með uppfærslunni en hún tekur mið af þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í notkun snjallsíma og spjaldtölva á undanförnum árum. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Windows 8 getur í raun staðið í samkeppni við Android stýrikerfið. Á síðustu árum hafa vinsældir Android, sem framleitt er af Google, aukist gríðarlega og er það nú vinsælasta stýrikerfið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Aukinn áhugi er nú á Windows 8 og Surface spjaldtölvunni eftir að Samsung var sektað fyrir að brjóta á lögum um hugverkavernd. Ástæðan fyrir þessum áhuga er einföld: hugbúnaðarframleiðendur óttast málsókn af hálfu Apple. Hið óbeina stríð sem Apple hefur háð gegn Samsung og Android stýrikerfinu gæti því orðið til þess að hugbúnaðarframleiðendur horfi frekar til Microsoft og Windows 8 stýrikerfinu.Surface fer í almenna sölu í október á þessu ári. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir spjaldtölvuna hér fyrir ofan. Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að niðurstaðan í dómsmáli Apple gegn suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung muni greiða veginn fyrir Microsoft. Tæknirisinn hefur brátt inngöngu sína inn á spjaldtölvumarkaðinn. Microsoft kynnti fyrstu spjaldtölvu sína, Surface, í júlí og fer hún í beina samkeppni við iPad spjaldtölvu Apple og Samsung. Surface er knúinn af nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu, Windows 8. Microsoft leitar á ný mið með uppfærslunni en hún tekur mið af þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í notkun snjallsíma og spjaldtölva á undanförnum árum. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Windows 8 getur í raun staðið í samkeppni við Android stýrikerfið. Á síðustu árum hafa vinsældir Android, sem framleitt er af Google, aukist gríðarlega og er það nú vinsælasta stýrikerfið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Aukinn áhugi er nú á Windows 8 og Surface spjaldtölvunni eftir að Samsung var sektað fyrir að brjóta á lögum um hugverkavernd. Ástæðan fyrir þessum áhuga er einföld: hugbúnaðarframleiðendur óttast málsókn af hálfu Apple. Hið óbeina stríð sem Apple hefur háð gegn Samsung og Android stýrikerfinu gæti því orðið til þess að hugbúnaðarframleiðendur horfi frekar til Microsoft og Windows 8 stýrikerfinu.Surface fer í almenna sölu í október á þessu ári. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir spjaldtölvuna hér fyrir ofan.
Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira