Lestur sem hentar öllum nemendum 27. ágúst 2012 00:01 Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. nordicphotos/getty images Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira