Enski boltinn

Sky: Búið að reka Warnock frá QPR

Warnock fagnar ekki aftur með QPR.
Warnock fagnar ekki aftur með QPR.
Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar er búið að reka Neil Warnock, stjóra QPR. Heiðar Helguson fær því nýjan stjóra.

Sterkur orðrómur hefur verið í gangi síðustu daga um að reka ætti Warnock og Sky segir að orðrómurinn sé réttur og búið sé að reka stjórann.

QPR er aðeins stigi frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og Heiðar Helguson bjargaði liðinu frá neyðarlegu tapi í bikarnum um helgina. Þetta eru ekki sérstök tíðindi fyrir Heiðar enda hefur hann verið í uppáhaldi hjá Warnock.

Warnock hafði stýrt liðinu frá því í mars 2010. Hann fór með liðið upp í úrvalsdeild eftir að hafa bjargað því frá falli í B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×