Enski boltinn

Rooney: Höfðum ekki hugmynd um að Scholes væri að koma

Rooney fagnar seinna marki sínu í dag.
Rooney fagnar seinna marki sínu í dag.
Wayne Rooney sagði að það hefði komið leikmönnum Man. Utd á óvart er þeir fréttu mjög seint í dag að Paul Scholes yrði í leikmannahópnum liðsins gegn Man. City.

"Þetta kom okkur í opna skjöldu enda vissum við ekki af þessu fyrr en við vorum komnir inn í klefann. Það er engu að síður frábært að fá slíkan gæðaleikmann aftur," sagði Rooney sem var orðaður við brottför frá Man. Utd fyrir leikinn.

"Allt sem var skrifað um það mál er kjaftæði. Það eru engin vandamál hjá okkur og ég er svo sannarlega ekki á förum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×