Enski boltinn

Henry verður með Arsenal í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henry og Wenger.
Henry og Wenger. Mynd. / Getty Images
Franski framherjinn Thierry Henry mun leika með Arsenal í Meistaradeild Evrópu en félagið mætir AC Milan í 16-liða úrslitum keppninnar í næsta mánuði.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu á heimasíðu Arsenal. Henry verður á láni hjá félaginu frá New York Red Bulls.

Henry verður löglegur með liðinu annað kvöld þegar Arsenal mætir Leeds í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Henry lék með Arsenal á árunum 1999-2007 og þykir ein mesta goðsögn félagsins frá upphafi.

„Það losnaði eitt pláss í Meistaradeildarhópnum okkar þegar Vito Mannone var lánaður til Hull, Henry mun því fá plássið hans. Hann hefur gríðarlega reynslu frá þessari keppni og mun reynast okkur vel," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×