Enski boltinn

Heskey verður frá keppni næsta mánuðinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heskey
Heskey Mynd. / Getty Images
Emilie Heskey, leikmaður Aston Villa, meiddist nokkuð alvarlega í leik gegn Bristol Rovers í ensku bikarkeppninni í gær.

Heskey þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik en leikmaðurinn mun hafa meiðst í hásin og verður frá keppni næsta mánuðinn. Aston Villa sigraði leikinn 3-1 og komust því áfram í keppninni.

Liðið má aftur á móti ekki við miklum skakkaföllum framarlega á vellinum þar sem sóknarleikur liðsins hefur verið nokkuð slakur á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×