Enski boltinn

Misgott hljóðið í stjórunum eftir leik

Stjórnarnir á hliðarlínunni í dag.
Stjórnarnir á hliðarlínunni í dag.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki fullkomlega sáttur við sitt lið gegn Man. City í dag enda gaf það eftir afar vænlega stöðu í síðari hálfleik þar sem liðið var manni fleiri.

United slapp þó með skrekkinn í leik þar sem það fékk gullið tækifæri til þess að hefna rækilega fyrir 1-6 tapið á Old Trafford.

"Við leyfðum þeim að líta vel úr. Við tókum fótinn af bensíngjöfinni í stöðunni 3-0. Gáfum allt of mikið eftir og þeir skora," sagði Ferguson.

"Þetta var kæruleysisleg frammistaða. Við hefðum átt að sigla þessum sigri mun öruggar í höfn."

Roberto Mancini, stjóri Man. City, vildi ekki ræða um Chris Foy dómara sem rak Vincent Kompany af velli en mörgum fannst það strangur dómur.

"Við skulum ræða um leikinn en ekki dómarann. Þetta var frábær frammistaða hjá okkur og við vorum góðir í seinni hálfleik. Ef þetta hefði verið 11 á móti 11 þá hefði þetta orðið allt annar leikur," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×