Enski boltinn

Chelsea afgreiddi Portsmouth í síðari hálfleik

Chelsea flaug áfram í ensku bikarkeppninni í dag er Portsmouth kom í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik rúllaði Chelsea yfir B-deildarliðið í síðari hálfleik og vann góðan sigur, 4-0.

Spánverjinn Juan Mata opnaði markaskorunina snemma í síðari hálfleik og það var svo á lokamínútum leiksins sem Chelsea skoraði þrjú mörk og gulltryggði sigurinn.

Úrslit:

Chelsea-Portsmouth 4-0

1-0 Juan Mata (48.), 2-0 Ramires (84.), 3-0 Ramires (86.), 4-0 Frank Lampard (90.+3).

Sheff. Wed.-West Ham 1-0

1-0 Chris O'Grady (87.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×