Enski boltinn

Gerrard í byrjunarliði Liverpool í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er í byrjunarliði liðsins í kvöld þegar Liverpool mætir Oldham í ensku bikarkeppninni en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er fyrsti leikur Gerrard í byrjunarliðinu síðan að hann kom til baka eftir meiðslin.

Gerrard hefur komið inn á sem varamaður í síðustu leikjum en Kenny Dalglish ákvað að setja hann í byrjunarliðið en Liverpool er án Luis Suarez sem tekur út annan leikinn sinn í kvöld í átta leikja banni sínu.

Jamie Carragher, Sebastian Coates og Fabio Aurelio eru allir í byrjunarliðinu hjá Liverpool en Andy Carroll, Jordan Henderson, Stewart Downing og Charlie Adam byrja hinsvegar á bekknum.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Aurelio, Gerrard, Spearing, Maxi, Shelvey, Bellamy, Kuyt.

Varamenn: Doni, Carroll, Henderson, Downing, Adam, Skrtel, Flanagan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×