Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 19:30 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Klinkið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Klinkið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira