Enski boltinn

Ferguson: Engin ástæða til að vera með friðarviðræður

Suarez og Evra hittast á ný í febrúar.
Suarez og Evra hittast á ný í febrúar.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé engin ástæða til þess að vera með friðarviðræður fyrir leik Man. Utd og Liverpool á Old Trafford sem fer fram 11. febrúar.

Stjórn Liverpool vill hitta stjórn Man. Utd til þess að ræða farsann í kringum Suarez-Evra málið. Mörgum verður eflaust heitt í hamsi í þeim leik.

Suarez verður þá kominn úr átta leikja banninu sem hann fékk fyrir kynþáttaníð í garð Evra. Stjórn Liverpool hefur áhyggjur af móttökunum sem Suarez mun fá í þessum leik.

"Ég sé enga ástæðu til þess að hittast og ræða málin. Það er líka fallegt hjá Liverpool að koma með þessa bón í gegnum fjölmiðla. Maður hefði haldið að þeir töluðu við okkur fyrst. Ég sé enga ástæðu til þess að hittast og hef ekkert meira að segja um málið," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×