Enski boltinn

Henry orðinn leikmaður Arsenal á nýjan leik

Arsenal staðfesti í dag að mál Thierry Henry væru í höfn og hann væri orðinn löglegur leikmaður Arsenal. Hann getur því spilað gegn Leeds á mánudag.

Henry verður í láni hjá Arsenal til 16. febrúar en hugsanlegt er að hann verði tíu dögum lengur. Hann mun því fylla skarð Gervinho og Chamakh sem eru farnir í Afríkukeppnina.

"Þetta er ótrúlegt ef ég á að segja eins og er. Ég var alltaf til í að gera þetta. Ég er ekki að koma hingað til þess að vera einhver hetja eða sanna eitthvað. Ég er eingöngu að koma hingað til þess að hjálpa Arsenal. Fólk verður að skilja það," sagði Henry.

"Ég er að fylla skarð leikmanna sem eru farnir. Ég geri mér grein fyrir því að ég verð meira og minna á bekknum ef ég kemst þá á bekkinn yfir höfuð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×