Enski boltinn

Ramsey missir af leikjum Arsenal á móti Liverpool og AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fjarri góðu gammni í tveimur mikilvægum leikjum liðsins á næstu dögum. Arsenal heimsækir Liverpool á Anfield á morgun í ensku úrvalsdeildinni og tekur svo á móti AC Milan á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ramsey meiddist í 0-2 tapi á móti Sunderland í enska bikarnum á dögunum og var ekki með í 5-2 sigrinum á Tottenham um síðustu helgi.

„Það er of snemmt fyrir hann að koma inn fyrir leikinn um helgina og hann verður heldur ekki með á móti AC Milan," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Wenger greindi líka frá því að það sé von á Andre Santos inn í liðið á ný á allra næstu vikum.

Leikurinn á móti Liverpool er mjög mikilvægur í baráttunni um fjögur efstu sætin sem gefa sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Arsenal er eins og er í 4. sætinu með 46 stig en Liverpool er sjö stigum á eftir í 7. sætinu.

Aaron Ramsey hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur fjögur í 23 deildarleikjum með Arsenal á þessu tímabili. Annað að þessara marka hans var í síðasta deildarleik hans sem var á móti Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×