
Hvers konar þjóðkirkjuákvæði?
19. gr. stenst ekki
Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.
Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.
Hvað merkir „Já"?
Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá?
Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða.
Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?
Fær leið
Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt:
Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.
Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.
Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt
Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir:
Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.
Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna.
Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni.
Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána.
Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum.
Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir.
Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum:
…hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.
Skoðun

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar