Ógnvænlegt – fólk þorir ekki að standa á rétti sínum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun