Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil 30. nóvember 2012 14:26 Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. Meðal þess sem ráðherrann leggur til er að notast verði við sérstakan hugbúnað til þess að takmarka spilamennsku á netinu. Tilgangur frumvarpsins er helst sá að auka eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun á aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Frumvarpið er fyrsti áfangi í þeirri stefnumörkun innanríkisráðherra sem lýtur að því að draga svo sem kostur er úr því sem ráðuneytið kallar óæskileg áhrif af happdrættis- og spilastarfsemi hér á landi og stuðla um leið að ábyrgri spilun þar sem ágóði rennur eingöngu til innlendrar góðgerðarstarfsemi. Lagt er til í frumvarpinu að sérstök happdrættisstofa verði komið á laggirnar. Þeir sem hafa leyfi til að reka happdrætti, spilakassa og veðmálastarfsemi samkvæmt lögum um happdrætti, lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, lögum um söfnunarkassa, lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, lögum um getraunir og lögum um talnagetraunir skuli greiða eftirlits- og forvarnargjald til ríkissjóðs og þannig standa straum af kostnaði stofunnar. Þá vekur athygli að gert verður tilraun til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti spilað fjárhættuspil á netinu. Það yrði helst gert í gegnum svokallaðar greiðsluþjónustur, án þess að það sé útfært frekar. Í frumvarpinu segir að líklegasta leiðin til þess að bannið nái tilgangi sínum sé að sú að fólki stæði til boða sambærileg spil á vegum trúverðugra íslenskra fyrirtækja eins og það er orðað í frumvarpinu. Þau fyrirtæki sem reka happdrætti samkvæmt sérlögum hér á landi selja flest þátttöku í spilum sínum á netinu, undantekning eru leikir í spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands. Svo segir í frumvarpinu: „Forsenda þess að leyfa innlendum fyrirtækjum að bjóða spil af þessu tagi eru strangar reglur sem stuðla að ábyrgri spilun. Nú þegar er í notkun hugbúnaður sem gerir þetta kleift og hafa þátttakendur m.a. möguleika á að loka tímabundið fyrir eigin aðgang. Ef lokað er oftar en t.d. þrisvar sinnum fyrir spilun er reikningi lokað og ekki opnaður aftur fyrr en haft hefur verið samband við viðkomandi spilara. Sérhver spilari getur aðeins opnað einn reikning og er auðkenndur. Þá getur happdrættisfyrirtækið sett hámarksspilanotkun yfir dag, viku og mánuð, eða eftir leikjum eða leikjahópum. Að slíku þyrfti að huga í reglugerð sem ráðherra setur." Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. Meðal þess sem ráðherrann leggur til er að notast verði við sérstakan hugbúnað til þess að takmarka spilamennsku á netinu. Tilgangur frumvarpsins er helst sá að auka eftirlit með happdrættum, auknar forvarnir og takmörkun á aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Frumvarpið er fyrsti áfangi í þeirri stefnumörkun innanríkisráðherra sem lýtur að því að draga svo sem kostur er úr því sem ráðuneytið kallar óæskileg áhrif af happdrættis- og spilastarfsemi hér á landi og stuðla um leið að ábyrgri spilun þar sem ágóði rennur eingöngu til innlendrar góðgerðarstarfsemi. Lagt er til í frumvarpinu að sérstök happdrættisstofa verði komið á laggirnar. Þeir sem hafa leyfi til að reka happdrætti, spilakassa og veðmálastarfsemi samkvæmt lögum um happdrætti, lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, lögum um söfnunarkassa, lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, lögum um getraunir og lögum um talnagetraunir skuli greiða eftirlits- og forvarnargjald til ríkissjóðs og þannig standa straum af kostnaði stofunnar. Þá vekur athygli að gert verður tilraun til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti spilað fjárhættuspil á netinu. Það yrði helst gert í gegnum svokallaðar greiðsluþjónustur, án þess að það sé útfært frekar. Í frumvarpinu segir að líklegasta leiðin til þess að bannið nái tilgangi sínum sé að sú að fólki stæði til boða sambærileg spil á vegum trúverðugra íslenskra fyrirtækja eins og það er orðað í frumvarpinu. Þau fyrirtæki sem reka happdrætti samkvæmt sérlögum hér á landi selja flest þátttöku í spilum sínum á netinu, undantekning eru leikir í spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands. Svo segir í frumvarpinu: „Forsenda þess að leyfa innlendum fyrirtækjum að bjóða spil af þessu tagi eru strangar reglur sem stuðla að ábyrgri spilun. Nú þegar er í notkun hugbúnaður sem gerir þetta kleift og hafa þátttakendur m.a. möguleika á að loka tímabundið fyrir eigin aðgang. Ef lokað er oftar en t.d. þrisvar sinnum fyrir spilun er reikningi lokað og ekki opnaður aftur fyrr en haft hefur verið samband við viðkomandi spilara. Sérhver spilari getur aðeins opnað einn reikning og er auðkenndur. Þá getur happdrættisfyrirtækið sett hámarksspilanotkun yfir dag, viku og mánuð, eða eftir leikjum eða leikjahópum. Að slíku þyrfti að huga í reglugerð sem ráðherra setur."
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira