Elskar að vera mamma - María Sigrún fréttakona 30. nóvember 2012 13:15 Mynd/Björg Vigfúsdóttir. Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir varð mamma í apríl á þessu ári þegar hún eignaðist dreng. María tók á móti Lífinu á fallega heimilinu sínu og ræddi um jólin fram undan, móðurhlutverkið, fréttastarfið og eina af ástríðum hennar sem er kökubakstur, en hún bakaði sjálf brúðkaupstertuna sína.Hvernig ertu búin að hafa það og hvernig er þér búið að líða í nýja hlutverkinu – mömmuhlutverkinu? Mér hefur aldrei liðið betur. Þetta er besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég elska að vera mamma. Þetta er gjörbreyting á lífinu en svo ánægjuleg. Mér finnst yndislegt að vera heima í fæðingarorlofi. Stundum lít ég ekki á klukkuna heilu dagana... og ekki í spegilinn heldur. Við gerum hlutina á okkar tíma. Þetta er gjörólíkt annasömu starfi fréttamannsins, sem er með mörg "deadline" á dag. Ég er gömul sál og mér finnst svo gott að hafa það huggulegt heima með litla snáðanum okkar, elda, baka, þvo þvott og dytta að heimilinu og hlusta á rólega tónlist. Ég myndi una mér vel sem heimavinnandi húsmóðir. Mér leiðist aldrei og furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Ég er eins og ungamamma í hreiðri og elska dagana þar sem ekkert er á dagskrá.Er þessi tími búinn að vera eitthvað eins og þú áttir von á eða er búið að vera mikið um óvæntar, erfiðar eða ánægjulegar upplifanir? Við erum svo heppin að Hilmar Árni hefur verið góður og hraustur frá því hann fæddist. Ég þakka fyrir það kvölds og morgna. Ég var búin að búa mig undir andvökunætur og hin og þessi vandamál sem geta komið upp hjá ungbörnum. En þetta hefur allt saman verið auðveldara og ánægjulegra en ég þorði nokkurn tímann að vona. En auðvitað er þetta meira vesen og það tekur lengri tíma að koma sér úr húsi og þess háttar og maður stillir dagskrána eftir daglúrum barnsins. Ég gef brjóst 6 sinnum á dag og skipti um bleiu sirka 7 sinnum á dag. Það eru ríflega 200 dagar síðan Hilmar Árni fæddist og það gera um 1.400 bleiuskipti og 1.200 brjóstagjafir! En mér leiðist þetta ekki hót. Brjóstagjöfin kom mér mjög ánægjulega á óvart. Það er ekki hægt að koma orðum að því hvað það er yndislegt að gefa barninu sínu brjóst. Hjartað manns stækkar svo mikið við að verða foreldri og stundum er það alveg að springa úr ást.Tekur ársfrí frá vinnuErtu farin að undirbúa það að fara aftur til vinnu? Ég ákvað að taka fæðingarorlof í heilt ár svo að ég fer ekki að vinna fyrr en í vor. Ég hugsa oft til vinnunnar og hlakka til að mæta aftur til leiks en þangað til ætla ég bara að njóta þess að vera heima með syni okkar. Þessi tími kemur aldrei aftur. Ég fylgist vel með fréttum frá degi til dags því ég vil ekki vera úti á túni þegar ég mæti aftur til vinnu. Í því felst kannski undirbúningurinn. Ég vona bara að brjóstaþokan verði farin í tæka tíð, annars er illt í efni. Nú er starf fréttakonunnar unnið á álagstímum – hvernig verður það fyrir ungamömmuna? Það verður ný upplifun. Vinnutíminn er kannski ekki sá fjölskylduvænsti en ég vona að þetta smelli einhvern veginn saman. Við eigum gott stuðningsnet og munum finna lausnir á málunum. Á móti löngum og ströngum vöktum eru frí sem maður verður að njóta. Ég verð bara að leita ráða hjá samstarfsmönnum mínum sem eiga flestir börn og sumir mörg og það virðist ganga nokkuð vandræðalaust.Ljósmyndun/Björg Vigfúsdóttir.Áhugasöm um fólk og þjóðfélagsmálHvernig gerðist það að þú fórst í fréttirnar? Var þetta alltaf á markmiðalistanum? Ég hef aldrei haft neinn markmiðalista. Ég finn bara jafnóðum með sjálfri mér hvert ég vil fara í lífinu og hvaða dyr ég vil opna. Ég lauk BA-gráðu í hagfræði og ákvað að skrá mig í mastersnám í fréttamennsku í beinu framhaldi. Ég þreytti fréttamannapróf hjá RÚV vorið 2005 og fékk vinnuna og hef verið þar síðan. Ég hef alltaf haft áhuga á fólki og þjóðfélagsmálum. Þegar ég var í hagfræðinni fann ég að ég vildi vinna með fólki en ekki með tölum og það hjálpaði mér að finna dyrnar sem ég vildi ganga inn um. Hagfræðin er góður grunnur fyrir starfið mitt, sérstaklega þjóðhagfræðin.Nú hefur þú ekki setið auðum höndum í fæðingarorlofinu. Viltu segja okkur hvað þú tekst á við þessa dagana? Já, ég er að gera stuttan viðtalsþátt um Guðrúnu Bjarnadóttur, alheimsfegurðardrottningu og fyrirsætu, ásamt Guðmundi Bergkvist myndatökumanni. Guðrún verður sjötug í desember og lítur yfir farinn veg. Þátturinn verður á dagskrá á annan í jólum. Það er gaman að hafa svona smá verkefni í orlofinu sem við getum unnið á okkar tíma í rólegheitum. Ég hef áður gert tvo þætti með Guðmundi Bergkvist. Fyrsti var um barnaþrælkun í Kambódíu sem við gerðum 2008 og hinn um göngugarpinn Reyni Pétur sem við unnum 2010. Þátturinn sem við vinnum að núna er gjörólíkur fyrri verkefnum eins og gefur að skilja. Okkur finnst gaman að vinna með mismunandi persónum sem búa við mismunandi aðstæður.Gætirðu hugsað þér að starfa við annað innan fjölmiðaheimsins? Ég er afar sátt við starfið mitt. Mér finnst það skemmtilegt og fullt af áskorunum. Það eru engir tveir dagar eins í þessu starfi svo maður fær seint leið á því. Ég gæti alveg hugsað mér að spreyta mig meira í þáttagerð, þáttastjórnun og heimildarmyndavinnu. Hlakkar til að upplifa fjölskyldujólNú styttist í jólin, hvernig nýtur þú aðventunnar? Það er nú allur gangur á því. En nú hef ég svo mikinn tíma að ég ætla að byrja snemma á þessu aðventustússi og taka það alveg með trompi. Það var erfitt að njóta aðventunnar meðan ég var í námi því þá var maður alltaf í prófum og verkefnaskilum þar til örfáum dögum fyrir jól. Í vinnunni er líka mikið annríki dagana fyrir jólin svo að þetta stefnir í að verða fyrsta aðventan sem ég get notið til fullnustu frá því að ég var barn. Ég hlakka svo til að njóta samverustunda með mínum nánustu, skreyta, baka nokkrar sortir, gefa undirbúningnum góðan tíma og hafa það huggulegt.Ertu vön að skreyta mikið? Ég skreyti ekkert mjög mikið en svona jú aðeins. Jólaskrautið sem við eigum er lágstemmt, flest hvítt. Ég er ekkert fyrir skæra liti og blikkandi seríur. Ég yrði þreytt ef ég hefði það á heimilinu alla aðventuna og fram á þrettándann. Mér finnst fallegast að hafa mátulegt magn af einföldu skrauti og mikið af kertaljósum á heimilinu á aðventunni.Ástríðufullur bakariEn bakar þú fyrir hátíðarnar? Já, ég baka. Ég elska að baka. Ég baka allan ársins hring. Mér finnst það eins og að töfra. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Í haust fór ég á námskeið þar sem ég lærði að gera franskar litlar sætar makkarónur. Það er nýjasta æðið mitt í bakstursmálum. Við mamma gerum yfirleitt sömu sortirnar saman sem eru partur af jólahefðinni okkar en svo prufa ég hitt og þetta í og með.Og talandi um bakstur þá er það án efa þín sterka hlið, en þú bakaðir meðal annars brúðartertuna ykkar hjóna sjálf, ætlarðu þér eitthvað lengra með þennan hæfileika þinn? Ég tók þrjú námskeið í kökuskreytinga- og sykurblómagerð í Bandaríkjunum í fyrra og hafði afar gaman af. Ég hef kennt nokkur námskeið í brúðartertugerð með stelpunum í Allt í köku og á vonandi eftir að gera meira af því. Svo hef ég bakað nokkrar skírnar-, fermingar- og brúðartertur fyrir vini og vandamenn. Kökuskreytingar eru mitt áhugamál. Svona áhugamál eiga það nú til að vinda upp á sig. Eru margar jólahefðir sem þú lifir eftir eða á að skapa nýjar nú þegar þið eruð nýgift og komin með barn? Ég var einmitt að hugsa þetta um daginn. Jólin verða allt öðruvísi þegar maður er komin með barn. Nú erum við lítil fjölskylda. Ég vil að við búum okkur til okkar eigin hefðir. Þær munu sennilegast bætast við þær hefðir sem fyrir eru í stórfjölskyldunni svo að það verður nóg um að vera.Hvað með vinkonurnar – hittist þið sérstaklega fyrir jólin? Við höfum hist nokkrar stelpur á Jómfrúnni á aðventunni í ljótum jólapeysum og gert okkur glaðan dag og skemmt okkur langt fram á nótt með víni og mat. Þær eru algjörir nautnaseggir og það er ég líka. Þetta gengur allt út á að vera í ljótustu jólapeysunni. Í fyrra keypti ég mér snjókallaeyrnalokka með blikkandi augum í stíl við ljótu peysuna mína og skemmti mér konunglega með bumbuna mína því ég var komin langt á leið.Ekki eins skipulögð og útlitið segir til umErtu þessi óþolandi skipulagða týpa þegar kemur að jólakortagerð og jólainnkaupum? Nei, langt því frá. Ég hef brunnið inni með jólakortin, sent SMS á línuna í staðinn, sem er glatað, og keypt jólagjöf á bensínstöð á aðfangadag og mætt í kirkjuna á síðustu stundu móð og másandi með rafmagnað hár. En núna verða kortin auðvitað öll handskrifuð, föndruð og persónuleg, keyrð heim að dyrum með heimagerðu konfekti og ég verð með blásið hár og gloss því ég get ekki borið tímaleysið fyrir mig. Segi svona. Við skulum orða það þannig að ég er ekki eins skipulögð og ég lít út fyrir að vera. Jólin mega aldrei verða stressandi. Það er það allra versta. Maður gerir bara það sem maður hefur tíma til og ánægju af. Annað ekki. Mestu máli skiptir að líða vel og hafa það huggulegt með sínum nánustu.Eitthvað að lokum? Hver er sinnar gæfu smiður.Hér má lesa Lífið í heild sinni. Mest lesið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Nýdönsk á toppnum 2024 Tónlist „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Sjá meira
Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir varð mamma í apríl á þessu ári þegar hún eignaðist dreng. María tók á móti Lífinu á fallega heimilinu sínu og ræddi um jólin fram undan, móðurhlutverkið, fréttastarfið og eina af ástríðum hennar sem er kökubakstur, en hún bakaði sjálf brúðkaupstertuna sína.Hvernig ertu búin að hafa það og hvernig er þér búið að líða í nýja hlutverkinu – mömmuhlutverkinu? Mér hefur aldrei liðið betur. Þetta er besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég elska að vera mamma. Þetta er gjörbreyting á lífinu en svo ánægjuleg. Mér finnst yndislegt að vera heima í fæðingarorlofi. Stundum lít ég ekki á klukkuna heilu dagana... og ekki í spegilinn heldur. Við gerum hlutina á okkar tíma. Þetta er gjörólíkt annasömu starfi fréttamannsins, sem er með mörg "deadline" á dag. Ég er gömul sál og mér finnst svo gott að hafa það huggulegt heima með litla snáðanum okkar, elda, baka, þvo þvott og dytta að heimilinu og hlusta á rólega tónlist. Ég myndi una mér vel sem heimavinnandi húsmóðir. Mér leiðist aldrei og furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Ég er eins og ungamamma í hreiðri og elska dagana þar sem ekkert er á dagskrá.Er þessi tími búinn að vera eitthvað eins og þú áttir von á eða er búið að vera mikið um óvæntar, erfiðar eða ánægjulegar upplifanir? Við erum svo heppin að Hilmar Árni hefur verið góður og hraustur frá því hann fæddist. Ég þakka fyrir það kvölds og morgna. Ég var búin að búa mig undir andvökunætur og hin og þessi vandamál sem geta komið upp hjá ungbörnum. En þetta hefur allt saman verið auðveldara og ánægjulegra en ég þorði nokkurn tímann að vona. En auðvitað er þetta meira vesen og það tekur lengri tíma að koma sér úr húsi og þess háttar og maður stillir dagskrána eftir daglúrum barnsins. Ég gef brjóst 6 sinnum á dag og skipti um bleiu sirka 7 sinnum á dag. Það eru ríflega 200 dagar síðan Hilmar Árni fæddist og það gera um 1.400 bleiuskipti og 1.200 brjóstagjafir! En mér leiðist þetta ekki hót. Brjóstagjöfin kom mér mjög ánægjulega á óvart. Það er ekki hægt að koma orðum að því hvað það er yndislegt að gefa barninu sínu brjóst. Hjartað manns stækkar svo mikið við að verða foreldri og stundum er það alveg að springa úr ást.Tekur ársfrí frá vinnuErtu farin að undirbúa það að fara aftur til vinnu? Ég ákvað að taka fæðingarorlof í heilt ár svo að ég fer ekki að vinna fyrr en í vor. Ég hugsa oft til vinnunnar og hlakka til að mæta aftur til leiks en þangað til ætla ég bara að njóta þess að vera heima með syni okkar. Þessi tími kemur aldrei aftur. Ég fylgist vel með fréttum frá degi til dags því ég vil ekki vera úti á túni þegar ég mæti aftur til vinnu. Í því felst kannski undirbúningurinn. Ég vona bara að brjóstaþokan verði farin í tæka tíð, annars er illt í efni. Nú er starf fréttakonunnar unnið á álagstímum – hvernig verður það fyrir ungamömmuna? Það verður ný upplifun. Vinnutíminn er kannski ekki sá fjölskylduvænsti en ég vona að þetta smelli einhvern veginn saman. Við eigum gott stuðningsnet og munum finna lausnir á málunum. Á móti löngum og ströngum vöktum eru frí sem maður verður að njóta. Ég verð bara að leita ráða hjá samstarfsmönnum mínum sem eiga flestir börn og sumir mörg og það virðist ganga nokkuð vandræðalaust.Ljósmyndun/Björg Vigfúsdóttir.Áhugasöm um fólk og þjóðfélagsmálHvernig gerðist það að þú fórst í fréttirnar? Var þetta alltaf á markmiðalistanum? Ég hef aldrei haft neinn markmiðalista. Ég finn bara jafnóðum með sjálfri mér hvert ég vil fara í lífinu og hvaða dyr ég vil opna. Ég lauk BA-gráðu í hagfræði og ákvað að skrá mig í mastersnám í fréttamennsku í beinu framhaldi. Ég þreytti fréttamannapróf hjá RÚV vorið 2005 og fékk vinnuna og hef verið þar síðan. Ég hef alltaf haft áhuga á fólki og þjóðfélagsmálum. Þegar ég var í hagfræðinni fann ég að ég vildi vinna með fólki en ekki með tölum og það hjálpaði mér að finna dyrnar sem ég vildi ganga inn um. Hagfræðin er góður grunnur fyrir starfið mitt, sérstaklega þjóðhagfræðin.Nú hefur þú ekki setið auðum höndum í fæðingarorlofinu. Viltu segja okkur hvað þú tekst á við þessa dagana? Já, ég er að gera stuttan viðtalsþátt um Guðrúnu Bjarnadóttur, alheimsfegurðardrottningu og fyrirsætu, ásamt Guðmundi Bergkvist myndatökumanni. Guðrún verður sjötug í desember og lítur yfir farinn veg. Þátturinn verður á dagskrá á annan í jólum. Það er gaman að hafa svona smá verkefni í orlofinu sem við getum unnið á okkar tíma í rólegheitum. Ég hef áður gert tvo þætti með Guðmundi Bergkvist. Fyrsti var um barnaþrælkun í Kambódíu sem við gerðum 2008 og hinn um göngugarpinn Reyni Pétur sem við unnum 2010. Þátturinn sem við vinnum að núna er gjörólíkur fyrri verkefnum eins og gefur að skilja. Okkur finnst gaman að vinna með mismunandi persónum sem búa við mismunandi aðstæður.Gætirðu hugsað þér að starfa við annað innan fjölmiðaheimsins? Ég er afar sátt við starfið mitt. Mér finnst það skemmtilegt og fullt af áskorunum. Það eru engir tveir dagar eins í þessu starfi svo maður fær seint leið á því. Ég gæti alveg hugsað mér að spreyta mig meira í þáttagerð, þáttastjórnun og heimildarmyndavinnu. Hlakkar til að upplifa fjölskyldujólNú styttist í jólin, hvernig nýtur þú aðventunnar? Það er nú allur gangur á því. En nú hef ég svo mikinn tíma að ég ætla að byrja snemma á þessu aðventustússi og taka það alveg með trompi. Það var erfitt að njóta aðventunnar meðan ég var í námi því þá var maður alltaf í prófum og verkefnaskilum þar til örfáum dögum fyrir jól. Í vinnunni er líka mikið annríki dagana fyrir jólin svo að þetta stefnir í að verða fyrsta aðventan sem ég get notið til fullnustu frá því að ég var barn. Ég hlakka svo til að njóta samverustunda með mínum nánustu, skreyta, baka nokkrar sortir, gefa undirbúningnum góðan tíma og hafa það huggulegt.Ertu vön að skreyta mikið? Ég skreyti ekkert mjög mikið en svona jú aðeins. Jólaskrautið sem við eigum er lágstemmt, flest hvítt. Ég er ekkert fyrir skæra liti og blikkandi seríur. Ég yrði þreytt ef ég hefði það á heimilinu alla aðventuna og fram á þrettándann. Mér finnst fallegast að hafa mátulegt magn af einföldu skrauti og mikið af kertaljósum á heimilinu á aðventunni.Ástríðufullur bakariEn bakar þú fyrir hátíðarnar? Já, ég baka. Ég elska að baka. Ég baka allan ársins hring. Mér finnst það eins og að töfra. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Í haust fór ég á námskeið þar sem ég lærði að gera franskar litlar sætar makkarónur. Það er nýjasta æðið mitt í bakstursmálum. Við mamma gerum yfirleitt sömu sortirnar saman sem eru partur af jólahefðinni okkar en svo prufa ég hitt og þetta í og með.Og talandi um bakstur þá er það án efa þín sterka hlið, en þú bakaðir meðal annars brúðartertuna ykkar hjóna sjálf, ætlarðu þér eitthvað lengra með þennan hæfileika þinn? Ég tók þrjú námskeið í kökuskreytinga- og sykurblómagerð í Bandaríkjunum í fyrra og hafði afar gaman af. Ég hef kennt nokkur námskeið í brúðartertugerð með stelpunum í Allt í köku og á vonandi eftir að gera meira af því. Svo hef ég bakað nokkrar skírnar-, fermingar- og brúðartertur fyrir vini og vandamenn. Kökuskreytingar eru mitt áhugamál. Svona áhugamál eiga það nú til að vinda upp á sig. Eru margar jólahefðir sem þú lifir eftir eða á að skapa nýjar nú þegar þið eruð nýgift og komin með barn? Ég var einmitt að hugsa þetta um daginn. Jólin verða allt öðruvísi þegar maður er komin með barn. Nú erum við lítil fjölskylda. Ég vil að við búum okkur til okkar eigin hefðir. Þær munu sennilegast bætast við þær hefðir sem fyrir eru í stórfjölskyldunni svo að það verður nóg um að vera.Hvað með vinkonurnar – hittist þið sérstaklega fyrir jólin? Við höfum hist nokkrar stelpur á Jómfrúnni á aðventunni í ljótum jólapeysum og gert okkur glaðan dag og skemmt okkur langt fram á nótt með víni og mat. Þær eru algjörir nautnaseggir og það er ég líka. Þetta gengur allt út á að vera í ljótustu jólapeysunni. Í fyrra keypti ég mér snjókallaeyrnalokka með blikkandi augum í stíl við ljótu peysuna mína og skemmti mér konunglega með bumbuna mína því ég var komin langt á leið.Ekki eins skipulögð og útlitið segir til umErtu þessi óþolandi skipulagða týpa þegar kemur að jólakortagerð og jólainnkaupum? Nei, langt því frá. Ég hef brunnið inni með jólakortin, sent SMS á línuna í staðinn, sem er glatað, og keypt jólagjöf á bensínstöð á aðfangadag og mætt í kirkjuna á síðustu stundu móð og másandi með rafmagnað hár. En núna verða kortin auðvitað öll handskrifuð, föndruð og persónuleg, keyrð heim að dyrum með heimagerðu konfekti og ég verð með blásið hár og gloss því ég get ekki borið tímaleysið fyrir mig. Segi svona. Við skulum orða það þannig að ég er ekki eins skipulögð og ég lít út fyrir að vera. Jólin mega aldrei verða stressandi. Það er það allra versta. Maður gerir bara það sem maður hefur tíma til og ánægju af. Annað ekki. Mestu máli skiptir að líða vel og hafa það huggulegt með sínum nánustu.Eitthvað að lokum? Hver er sinnar gæfu smiður.Hér má lesa Lífið í heild sinni.
Mest lesið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Nýdönsk á toppnum 2024 Tónlist „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Sjá meira