Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar