Hrottaleg kynferðisbrot séra Georgs Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:17 Landakotskirkja og Landakotsskóli. Mynd/Valgarður Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira