Ótrúlegar sölutölur Apple - 10 þúsund ipad tölvur selst hér á landi Magnús Halldórsson skrifar 27. september 2012 12:15 Á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs Apple á þessu ári, samkvæmt afkomutilkynningu, seldust 17 milljónir i pad tölva um heim allan, eða sem nemur tæplega 200 þúsund tölvum á hverjum degi. Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Tækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna.
Tækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira