Ríkisendurskoðun missir traust þingsins 27. september 2012 07:30 Alþingi Þingmenn kölluðu eftir skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar og fullyrtu að traustið til stofnunarinnar hefði beðið hnekki.fréttablaðið/gva Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira