Lífið

Anspach opnar Riff

OPnunarmyndin Kvikmyndahátíðin Riff hefst með sýningu myndarinnar Drottningin af Montreuil eftir Sólveigu Anspach.
OPnunarmyndin Kvikmyndahátíðin Riff hefst með sýningu myndarinnar Drottningin af Montreuil eftir Sólveigu Anspach.
Opnunarmynd Riff í ár er myndin Drottningin af Montreuil eða The Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin gerist um sumar þegar Agathe snýr heim til sín í Montreuil sem er úthverfi í París. Hún missti mann sinn í bílslysi og eftir að hafa syrgt hann hyggst hún taka aftur til starfa við kvikmyndagerð. Þegar íslensk mæðgin, sæljón og kynþokkafullur nágranni dúkka óvænt upp á heimili hennar öðlast Agathe aftur styrk til að takast á við lífið að nýju.

Sólveig leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Stormviðri, árið 1999 og var myndin valin í Un Certain Regard flokkinn á Cannes kvikmyndahátíðinni það ár.

Bíógestir geta sótt smáforrit hjá Apple.com til þess að auðvelda sér að halda utan um sýningar Riff á auðveldan og þægilegan máta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×