Þjóðareignina í stjórnarskrána 27. september 2012 06:00 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun