Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Jón Þór Ólafsson skrifar 27. september 2012 06:00 Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta?
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar