Leiftursókn frá raunveruleikanum 27. september 2012 06:00 Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar