Baráttan gegn atvinnuleysi er flókið samspil 27. september 2012 06:00 Atvinnuleysi hefur góðu heilli farið ört lækkandi síðustu mánuði og raunar hraðar en útlit var fyrir í byrjun ársins. Atvinnuleysið varð mest árin 2009 og 2010, 8-8,1% en fór niður í 7,4% árið 2011. Í ár 2012 stefnir í að hlutfallið verði nálægt 5,7% en talsverð óvissa er með þróun atvinnuleysis næstu ár. Þar ræður þróun efnahagsmála vitaskuld mestu og hvernig uppbyggingu atvinnulífsins verður hagað. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni lækka áfram og verði að öllum líkindum nálægt 4% á árunum 2013 og 2014. Því verður varla með orðum lýst hversu mikilvægt það er að ná tökum á atvinnuleysinu enda ekkert samfélagslegt vandamál sem er stærra en mikið og langvarandi atvinnuleysi. Bæði vegur það alvarlega að allri afkomu þjóðarbúsins og möguleikum þess til að halda uppi mannsæmandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, auk þess dregur það einnig máttinn úr einstaklingunum, lítilsvirðir menntun og framtíðarsýn unga fólksins og vegur að undirstöðum heilbrigðs samfélagsástands. Evrópa öll glímir við vaxandi atvinnuleysi og Suður-Evrópuríkin allra mest. Dæmin þaðan sýna að órói, tortryggni og vantrú einstaklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum, sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi. Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja og launafólks sameinist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem varir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu atvinnulífi. Mikilvægt er að líta til reynslu nágrannaríkjanna í þessum efnum og leggja mat á hvað hefur borið árangur og hvað ekki. Slíkur samanburður leiðir í ljós að öflugt framboð vinnumarkaðsúrræða með einstaklingsbundinni nálgun skilar allra bestum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, og Austurríki er atvinnuleysið minnst meðal Evrópuríkja. Öll þessi lönd hafa þróað með sér tiltölulega öflugt tryggingakerfi til að mæta framfærsluþörf þeirra sem atvinnulausir eru en halda líka uppi víðfeðmu framboði af vinnumarkaðsúrræðum sem einstaklingum sem eru í atvinnuleit ber að taka þátt í. Þessu er ekki eins til að dreifa í Suður-Evrópuríkjunum. Á Íslandi hafa menn borið gæfu til að fara þessa braut og Vinnumálastofnun hefur verið máttarstólpinn í að innleiða aðgerðir eins og Nám er vinnandi vegur til að örva atvinnuleitendur til frekara náms og Vinnandi vegur sem skapað hafa a.m.k. tímabundin störf fyrir stóran hluta þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er gífurlega mikilvægt og líklega mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn. Líta verður til margra þátta þegar aðgerðir af þessu tagi eru skipulagðar til þess að þær taki á sem flestum þáttum sem örva einstaklingana til atvinnuleitar. Langvarandi atvinnuleysi dregur úr getu og vinnuhæfni einstaklinganna, bótagreiðslur geta dregið úr hvatningu og tækifærin til breytinga eru ekki fyrir hendi. Stefna sem leiðir til virkari atvinnuleitar og þátttöku á vinnumarkaðnum þarf m.a. að fela í sér eftirfarandi þætti: skilvirka vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifæri og starfsendurhæfingu, mat á heilsufarsástandi, stuðning við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum – ýmist beinan eða gegnum skattaívilnanir, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda. Það er ekki nóg að líta til eins þáttar og treysta því og trúa að það muni skila árangri – samspilið er miklu flóknara en svo. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga, er hægt að nálgast betur einstaklingana á þeirra eigin forsendum. Það er samdóma álit við mat á vinnumarkaðsúrræðum í Evrópuríkjunum, að það skiptir mestu máli. Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútnum og skapi raunveruleg framtíðarstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þegar þessi störf verða til og fólk er reiðubúið til að sinna þeim. Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðsúrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á atvinnuleysinu og að miða stjórnsýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið vaktina undir miklu álagi og er farið að sjá árangur erfiðisins. Starfinu er sannarlega ekki lokið og enn mikið verk fram undan meðan þúsundir manna eru enn atvinnulausar. Stofnunin er eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa, miðlun starfa og skipulagningu vinnumarkaðsúrræða og sem slík ómetanlegt verkfæri stjórnvalda í innleiðingu ákvarðana sinna. Það ættu þau að hafa vel í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi hefur góðu heilli farið ört lækkandi síðustu mánuði og raunar hraðar en útlit var fyrir í byrjun ársins. Atvinnuleysið varð mest árin 2009 og 2010, 8-8,1% en fór niður í 7,4% árið 2011. Í ár 2012 stefnir í að hlutfallið verði nálægt 5,7% en talsverð óvissa er með þróun atvinnuleysis næstu ár. Þar ræður þróun efnahagsmála vitaskuld mestu og hvernig uppbyggingu atvinnulífsins verður hagað. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni lækka áfram og verði að öllum líkindum nálægt 4% á árunum 2013 og 2014. Því verður varla með orðum lýst hversu mikilvægt það er að ná tökum á atvinnuleysinu enda ekkert samfélagslegt vandamál sem er stærra en mikið og langvarandi atvinnuleysi. Bæði vegur það alvarlega að allri afkomu þjóðarbúsins og möguleikum þess til að halda uppi mannsæmandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, auk þess dregur það einnig máttinn úr einstaklingunum, lítilsvirðir menntun og framtíðarsýn unga fólksins og vegur að undirstöðum heilbrigðs samfélagsástands. Evrópa öll glímir við vaxandi atvinnuleysi og Suður-Evrópuríkin allra mest. Dæmin þaðan sýna að órói, tortryggni og vantrú einstaklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum, sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi. Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja og launafólks sameinist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem varir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu atvinnulífi. Mikilvægt er að líta til reynslu nágrannaríkjanna í þessum efnum og leggja mat á hvað hefur borið árangur og hvað ekki. Slíkur samanburður leiðir í ljós að öflugt framboð vinnumarkaðsúrræða með einstaklingsbundinni nálgun skilar allra bestum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, og Austurríki er atvinnuleysið minnst meðal Evrópuríkja. Öll þessi lönd hafa þróað með sér tiltölulega öflugt tryggingakerfi til að mæta framfærsluþörf þeirra sem atvinnulausir eru en halda líka uppi víðfeðmu framboði af vinnumarkaðsúrræðum sem einstaklingum sem eru í atvinnuleit ber að taka þátt í. Þessu er ekki eins til að dreifa í Suður-Evrópuríkjunum. Á Íslandi hafa menn borið gæfu til að fara þessa braut og Vinnumálastofnun hefur verið máttarstólpinn í að innleiða aðgerðir eins og Nám er vinnandi vegur til að örva atvinnuleitendur til frekara náms og Vinnandi vegur sem skapað hafa a.m.k. tímabundin störf fyrir stóran hluta þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er gífurlega mikilvægt og líklega mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn. Líta verður til margra þátta þegar aðgerðir af þessu tagi eru skipulagðar til þess að þær taki á sem flestum þáttum sem örva einstaklingana til atvinnuleitar. Langvarandi atvinnuleysi dregur úr getu og vinnuhæfni einstaklinganna, bótagreiðslur geta dregið úr hvatningu og tækifærin til breytinga eru ekki fyrir hendi. Stefna sem leiðir til virkari atvinnuleitar og þátttöku á vinnumarkaðnum þarf m.a. að fela í sér eftirfarandi þætti: skilvirka vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifæri og starfsendurhæfingu, mat á heilsufarsástandi, stuðning við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum – ýmist beinan eða gegnum skattaívilnanir, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda. Það er ekki nóg að líta til eins þáttar og treysta því og trúa að það muni skila árangri – samspilið er miklu flóknara en svo. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga, er hægt að nálgast betur einstaklingana á þeirra eigin forsendum. Það er samdóma álit við mat á vinnumarkaðsúrræðum í Evrópuríkjunum, að það skiptir mestu máli. Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútnum og skapi raunveruleg framtíðarstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þegar þessi störf verða til og fólk er reiðubúið til að sinna þeim. Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðsúrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á atvinnuleysinu og að miða stjórnsýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið vaktina undir miklu álagi og er farið að sjá árangur erfiðisins. Starfinu er sannarlega ekki lokið og enn mikið verk fram undan meðan þúsundir manna eru enn atvinnulausar. Stofnunin er eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa, miðlun starfa og skipulagningu vinnumarkaðsúrræða og sem slík ómetanlegt verkfæri stjórnvalda í innleiðingu ákvarðana sinna. Það ættu þau að hafa vel í huga.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar