Körfubolti

Sir Alex líkir komu Van Persie við komu Cantona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með frammistöðu hollenska framherjans Robin van Persie og það er að heyra á skoska stjóranum að Van Persie sé að hans mati síðasta púslið í meistaraliðið.

Robin van Persie hefur skorað 12 mörk og lagt upp önnur sjö í fyrstu 18 deildarleikjum sínum í búningi Manchester United.

„Ég er ekki hrifinn af því að gera of mikið úr áhrifum eins leikmanns en stundum finnur maður bara síðasta púslið," skrifaði Sir Alex Ferguson í leikskránna fyrir leik United á móti Newcastle í dag.

Manchester United keypti Robin van Persie á 24 milljónir punda frá Arsenal og hann small strax inn í liðið. Van Persie hefur fimm sinnum skoraði fyrsta mark liðsins í leik og fimm sinnum hefur hann skorað sigurmarkið.

„Við fundum rétta púslið þegar Eric Cantona kom á Old Trafford en hann var þá réttur maður á réttum stað. Hann varð leiðtogi í liðinu og hjálpaði okkur að ná árangri," skrifaði Ferguson ennfremur.

„Svona maður þarf ekki að vera keyptur fyrir metfé eins og sést vel á því þegar Cristiano Ronaldo kom til okkar. Hann óx og dafnaði hjá okkur og komst um leið í hóp bestu fótboltamanna heims," skrifaði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×