Erlent

Curiosity lenti heilu og höldnu á Mars

Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstöðvarinnar NASA tókst að lenda tækinu Curiosity á plánetunni Mars. Curiosity er eins konar vitbíll eða ómönnuð rannsóknarstöð sem hlaðin er háþróuðum tækjabúnaði og gertu ferðast um plánetinua.

Með rannsóknum í gegnum hann vonast vísindamenn til þess að hægt verði að varpa ljósi á aðstæður á mars fyrir um þremur til fjórum milljörðum ára og hvort þar hafi eitt sinn verið líft.

Curiosity lenti í hinum risavaxna Gale gíg um klukkan hálf sex í morgun en fram að þeirri stundu var alls óvíst hvort leiðangurinn myndi heppnast og hvort kostnaður við ferðina sem nemur um 300 milljörðum íslenskra króna hefði farið í súginn.

Hægt er að slást í för með Curiosity á netinu meðal annars í gegnum Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×