Sport

Matthildur Ylfa: Stefni á að bæta mig í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir stígur fyrst íslensku keppendanna á stokk á Ólympíumóti fatlaðra í fyrramálið þegar hún keppir í langstökki.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Matthildur Ylfa þegar unnið til verðlauna á alþjóða vettvangi. Hún hlaut bronsverðlaun í langstökki á Evrópumeistaramótinu í Hollandi fyrr í sumar og hefur bætt sig mikið á skömmum tíma.

„Ég finn fyrir smá fiðringi í maganum. Ég held að hann eigi eftir að aukast með

hverjum deginum sem líður fram að keppni," sagði Matthildur Ylfa í samtali við íþróttadeild Vísis á dögunum.

Viðtalið við frjálsíþróttakonuna efnilegu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo finna lykilupplýsingar um Matthildi Ylfu og dagskrá hennar í London.

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir

Fæðingarár: 1997

Félag: ÍFR

Fötlun: Hreyfihömlun - T37

Keppnisgreinar


Langstökk

100 metra hlaup

200 metra hlaup

Keppnistímar Matthildar Ylfu - undanrásir /úrslit

31. ágúst: 09:08 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - langstökk F37

2. september: 10:05/19:11 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 100 m T37

5. september: 09:49/19:42 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 200 m T37




Fleiri fréttir

Sjá meira


×