Sport

Kolbrún Alda: Held að þetta verði rosalega gaman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir er klár í slaginn á Ólympíumóti fatlaðra en hún keppir í fyrramálið í fyrstu grein sinni, 100 metra baksundi.

Kolbrún Alda er aðeins 15 ára og keppir á sínu fyrsta Ólympíumóti líkt og aðrir keppendur Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kolbrún töluverða reynslu að baki en hún keppti meðal annars á heimsmeistaramótinu árið 2010 og Heimsleikum þroskahamlaðra á síðasta ári.

Kolbrún Alda var tekin tali skömmu áður en íslenski hópurinn hélt utan. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá lykilupplýsingar um sundkonuna efnilegu.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir

Félag: Fjörður/SH

Fötlun: Þroskahömlun - S14

Keppnisgreinar

100 metra baksund

100 metra bringusund

200 metra skriðsund

Keppnistímar Kolbrúnar Öldu - undanrásir /úrslit

31. ágúst: 10:18/18:38 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100 bak S14

2. september: 09:07/16:56 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 200 skrið S14

6. september: 09:32/17:31 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100 bringa S14




Fleiri fréttir

Sjá meira


×