Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti 30. ágúst 2012 06:00 Stjórnarráðshúsið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti renna öll saman í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.fréttablaðið/gva Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira