Bauðst starf eftir danskeppni 30. ágúst 2012 09:45 Á leið út Lindu Ósk Valdimarsdóttur bauðst starf yfirkennara við Dansakademíuna í Malmö eftir frammistöðu sína í Rampljuset.fréttablaðið/gva Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm
Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira