Körfubolti

NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derrick Rose var svekktur í leikslok.
Derrick Rose var svekktur í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Getty
Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA

deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli.

LeBron James skoraði 35 stig í 97-93 heimasigri Miami Heat á Chicago Bulls en Derrick Rose klikkaði á tveimur mikilvægum vítaskotum 23 sekúndum fyrir leikslok. Rose skoraði 34 stig fyrir Chicago og fékk líka tækifæri til að jafna metin í lokin en klikkaði. Chris Bosh var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Miami og Dwyane Wade skoraði 15 stig.

Jason Terry skoraði 4 af 34 stigum sínum á síðustu 42 sekúndunum í framlengingu þegar Dallas Mavericks vann 101-100 sigur á San Antonio Spurs. Dirk Nowitzki lék í fyrsta sinn eftir fjögurra leikja hvíld var með 10 stig og 13 fráköst en Vince Carter skoraði 21 stig. Gary Neal var með 19 stig hjá San Antonio.

Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 23 stig og þar á meðal sigurkörfuna undir lokin þegar Cleveland Cavaliers ann 88-87 útisigur á Boston Celtics. Cleveland skoraði síðustu tólf stig leiksins. Anderson Varejao var með 18 stig hjá Cleveland en hjá Boston var Ray Allen með 22 stig og Paul Pierce skoraði 18 stig. Boston var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir þennan leik.

Chauncey Billups skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 109-105 útisigur á Denver Nuggets og endaði um leið sex leikja sigurgöngu Denver-liðsins. Chris Paul var með 25 stig hjá Clippers og Blake Griffin skoraði 17 stig. Nene Hilario skoraði 18 stig fyrir Denver.

Danny Granger var með 24 stig þegar Indiana Pacers vann 106-85 sigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 24 stig og 13 fráköst hjá Orlando en hitti aðeins úr 4 af 15 vítaskotum sínum. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð.

Kobe Bryant var með 35 stig og 14 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 106-101 útisigur á Minnesota Timberwolves. Pau Gasol skoraði 28 stig og Andrew Bynum var með 21 stig en þetta var aðeins annar útisigur Lakers í 9 leikjum í vetur. Kevin Love var með 33 stig og 13 fráköst hjá Minnesota.

Mynd/Nordic Photos/Getty
Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Miami Heat - Chicago Bulls 97-93

Boston Celtics - Cleveland Cavaliers 87-88

New Jersey Nets - Toronto Raptors 73-94

Orlando Magic - Indiana Pacers 85-106

Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 101-100 (framlenging)

New Orleans Hornets - Atlanta Hawks 72-94

Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 101-106 Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 105-109

Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×