Körfubolti

LeBron James hoppaði yfir leikmann Chicago | Ótrúleg troðsla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það þekkt hlutskipti varnarmanna í körfuboltann að vera "festir á veggspjald" þegar þeir mæta aðeins of seint til að verjast troðslum móherja sinna en það eru færri sem lenda í því að það hreinlega hoppað yfir þá.

John Lucas hjá Chicago Bulls lenti einmitt í því í nótt að LeBron James, leikmaður Miami Heat, hoppaði yfir hann áður en hann tróð boltanum í körfuna. James fékk þá sendingu frá Dwyane Wade og hoppaði yfir Lucas áður en hann tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna. Það er hægt að sjá troðsluna með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.

John Lucas er 29 ára og 180 sm vara-leikstjórnandi Chicago Bulls sem hefur skorað 6,9 stig og gefið 1,9 stoðsendingar á 13,9 mínútum með Bulls-liðinu á þessu tímabili.

Hann spilaði aðeins í þrjár mínútur í tapinu á móti Miami Heat. Lucas tapaði boltanum í næstu sókn eftir að James tróð yfir hann og var tekinn útaf strax í kjölfarið. Hann kom ekki meira við sögu í leiknum sem Miami vann 97-93.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×