Undirskrift þín til forsetans skiptir máli Guðni Ágústsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun