Innlent

Stofna Menntunarsjóð fyrir tekjulágar konur

Elín Hirst og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, hafa haft veg og vanda að stofnun sjóðsins. Elín er formaður hans.
Elín Hirst og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, hafa haft veg og vanda að stofnun sjóðsins. Elín er formaður hans.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur stofnað Menntunarsjóð til að styrkja tekjulágar konur til frekari menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins má verja vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safnast í sjóðinn, til að styrkja konurnar. Auglýst verður eftir umsóknum í vor og fyrsta úthlutun verður fyrir nám sem hefst á haustönn 2012.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur ætlar að efna til sérstaks átaks til að afla sjóðnum tekna með sölu Mæðrablóms. Gert er ráð fyrir að slíkt átak verði haldið árlega í tengslum við mæðradaginn; annan sunnudag í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×