Helena Sif Þorgeirsdóttir, sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum, segist hafa orðið vör við að fólk sé að ganga um með mannbrodda og segist vona að sem flestir hafi þann varann á.
Aðalgötur garðanna séu þegar allflestar vel saltaðar og sandaðar en aldrei sé hægt að sanda alveg heim að hverju einasta leiði. Því sé mikilvægt að fólk vari sig.
Fossvogsgarður er lokaður fyrir bílaumferð á aðfangadag milli 11 og 14.