Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun