Tugmilljarða kröfur ríkis sagðar tapaðar 28. júní 2012 06:15 Svo flókin er umsýsla ríkisins vegna fjármálafyrirtækjanna að Ríkisendurskoðun treystir sér ekki til að birta samtölu yfir það sem var lánað og tapaðist.fréttablaðið/Kristinn Mynd/Samsett Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira